Það styttist í hátíð

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 28. ágúst til 4. september 2021. Boðið verður upp á glæsilega átta daga tónleikadagskrá þar sem jazz, blús, fönk og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Bandaríkjunum, Evrópu og Íslandi kemur fram. Í meira en 30 ár hefur þessi árlegi viðburður verið uppskeruhátíð íslenskra jazztónlistarmanna sem og vettvangur til þess að kynna það besta sem er að gerast á sviði jazztónlistar á alþjóðlegum vettvangi.

Tónleikar og viðburðir á Jazzhátíð 2021 verða hátt í 40 talsins og alls munu tæplega 200 listamenn koma fram. Dagskráin er gríðarlega fjölbreytt og má segja að flestar stefnur og stílar sem finnast undir breiðum hatti jazztónlistar verði á boðstólum.

Kynntu þér dagskrána hér.