Covid-19

Stjórn Jazzhátíðar stendur frammi fyrir því að þurfa að gera breytingar á hátíðinni í ár í ljósi aðgerða stjórnvalda til að hamla útbreiðslu Covid -19. Það er vilji okkar að reyna allt sem í okkar valdi stendur til að halda hátíð núna í september en jafnframt er markmið okkar að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í hvívetna og hafa sóttvarnir að leiðarljósi.

Við bíðum næstu aðgerða stjórnvalda, sem verða kynntar þann 13. ágúst í síðasta lagi, áður en ákvörðun um Jazzhátið Reykjavíkur 2020 verður tekin.