Áfram gakk!

Stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur hefur ákveðið að halda sig við áður auglýstar dagsetningar hátíðarinnar og stefna að því að fagna 30 ára afmæli 29. ágúst til 5. september 2020. Á næstu dögum og vikum verða tónleikar og viðburðir kynntir á heimasíðu okkar og á samfélagsmiðlum. Í ljósi raskana á flugsamgöngum vegna Covid-19 faraldurs mun áhersla verða lögð á að gera íslenskri jazztónlist sérstaklega hátt undir höfði sem á mjög vel við á þessu stórafmæli Jazzhátíðar Reykjavíkur. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og heilbrigðisyfirvöldum og fylgja fyrirmælum við skipulagningu og framkvæmd viðburða. Miðasala á hátíðina hefst í maí.