Nýtt merki Jazzhátíðar

Í tilefni af 30 ára afmæli Jazzhátíðar Reykjavíkur var tekin ákvörðun um að hanna nýtt merki hátíðarinnar. Í gegnum árin hafa ýmsar útgáfur af merki eða lógói verið í notkun og nokkur undanfarin ár hefur það verið hönd eða handarfar sem er í senn flygill. Nýja merkið er hannað af Soffíu Árnadóttur leturlistakonu og grafískum hönnuði. Nýja merkinu er ætlað að koma í staðinn fyrir tvær útgáfur af því eldra með því að undanskilja orðið “hátíð” á íslensku annars vegar og “festival” á ensku hins vegar þ.a. aðeins ein útgáfa er til staðar. Útkoman er “Reykjavík Jazz” sem hljómar mjög vel.