Þakkargjörð – Þórir Baldursson

Um viðburðinn

Þakkargjörð – Þórir Baldursson
Óháði söfnuðurinn
Sunnudagur 1. september
20:00
Ókeypis aðgangur
Annað hvert ár heiðrum við eldri félaga fyrir framlag til jazzsenu Íslands. Í ár er það Þórir Valgeir Baldurson, upptökustjóri, útsetjari , lagahöfundur og hljómborðsleikari. Fyrst og síðast er Þórir þó þekktur sem meistari Hammond-orgelsins.  Þórir varð 80 ára fyrr á þessu ári. Hann fæddist og ólst upp í Keflavík. Lærði við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan af tónmenntakennaradeild árið 1965. Hann var síðan söngkennari við Laugalækjarskóla frá 1965 til 1967 og kenndi síðar um langt árabil við Tónlistarskóla FÍH. Þórir stofnaði sína fyrstu hljómsveit þegar hann var 12 ára í Keflavík. Hann hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum og er meðal annars einn af upprunalegum meðlimum Savanna-tríósins. Þórir starfaði lengi erlendis og var búsettur í Svíþóð, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sem upptökustjóri og útsetjari hefur hann meðal annars unnið með Elton John, ABBA, Donnu Summer og Grace Jones. Þórir Baldursson veitti heiðursmerki STEFs móttöku árið 2020. Fjölmargir hljóðfæraleikara koma fram á tónleikunum í Kirkju  Óháða safnaðarins auk þess sem Þóri verða flutt stutt ávörp.