Tania Giannouli sóló (GR)

Um viðburðinn

Tania Giannouli sóló (GR)
Norðurljós, Harpa
Föstudagurinn 30. ágúst
20:00

Tania Giannouli, píanóleikari, er frá Grikklandi og með klassískan tónlistarbakgrunn. Hún vinnur að auki sem tónskáld, spunatónlistarmaður og hljómsveitarstjóri. Hún skoðar djass sem mest skapandi tónlistarformið og notar reglulega spuna við flutning sinn á tónlistinni. Hún nálgast djassinn þannig að spuninn er upphafið.

Tania er innblásin af mörgum ólíkum hefðum og áhrifum, bæði vestrænum og austrænum. Tania er einn mest spennandi píanóleikari djasssenunnar og hefur komið fram á fjölda tónleikastöðum eins og Bimhuis, Bozar, Pierre Boulez Saal, Flagey, Handelsbeurs og tónlistarhátíðum eins og Jazztopad, Enjoy Jazz, Ystad Piano Festival, Jazzhátíðinni í Þrándheimi, Brussels Jazz, Mai Jazz og svo mætti lengi telja.

Nýjasta plata Töniu er SOLO (Rattle Records, gefið út í júní 2023) –  píanóspuni– óttalaus, persónulegur og  músíkalskur, þar sem Tania sýnir getu sína sem píanóleikari og tónskáld.

Platan hefur hlotið mikið lof í alþjóðlegum blöðum og verið valin á fjölda lista sem besta platan fyrir árið 2023. Í maí 2021 var Tania tilnefnd til þýsku jazztónlistarverðlaunanna í flokknum ‘besti píanóleikarinn utan Þýskalands’ ásamt Tigran Hamasyan og Shai Maestro.

Á meðal umsagna um Töníu: ‍

“A phenomenon is born…Everything that makes her so special comes together on her first solo piano album.’
Written in Music‍

“If you don’t know Tania Giannouli, you better get to hear her. Full, rich, sumptuous piano sounds, carefully recorded melodies, meditations, improvisations, and vibrations, all passionately sung on the piano. A magnificent set.”
— FRANCESCO MARTINELLI, jazz historian

„True, raw and mightier for it. Bravo.
-Jazzwise “

…an essential artist to watch, Solo is a privileged window into a restlessly creative mind…“ – London JazzNews

“ Giannouli is a melodist of the highest calibre…She invites us into a sound world that is highly personal, that is exciting and that makes us want to come back to it again and again and…“ Tor Hammero, Nettavisen