Sigurður Flosason – Mattias Nilsson Duo (IS/SE)

Um viðburðinn

Sigurður Flosason – Mattias Nilsson Duo (IS/SE)
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 19:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og sænski píanóleikarinn Mattias Nilsson hafa þekkst í lengi en hafa ekki leikið saman opinberlega áður. Þeir munu bjóða upp á ljóðræna dagskrá eigin verka í bland við nokkur þjóðlög beggja landa. Norrænn tónn og arfur hefur verið báðum ofarlega í huga í gegnum árin og sú staðreynd mun lita verkefnið. Sigurður hefur verið áberandi á íslensku jazzsenunni lengi. Mattias hefur leikið víða um heim hlotið ýmsar viðurkenningar.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði