Rebekka Blöndal

Um viðburðinn
Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
Jazzsöngkonan Rebekka Blöndal og gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson hafa undanfarin ár stillt saman strengi sína og er afraksturinn af því samstarfi nú að líta dagsins ljós í formi hljómplötu sem ber titilinn „Ljóð“.
Lagið With You hefur vakið mikla athygli á streymisveitum, en lagið kom út árið 2020 og var það upphaf vinnslu þessrar plötu mætti segja. Markmiðið var að semja nokkur jazzlög í gullaldarstíl. Lögin teygja samt sem áður anga sína í allskyns stíla s.s. latin og pop.
Rebekka var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 sem flytjandi í flokki jazz og blús. Hún er ein fremsta jazzsöngkona landsins og er þetta hennar fyrsta sólóplata. Þetta verða því útgáfutónleikar.
Rebekka Blöndal : rödd
Ásgeir Ásgeirsson : gítar
Stefán Örn Gunnlaugsson : hljómborð
Sigmar Þór Matthíasson : bassi
Erik Qvick : trommur
Haukur Gröndal : klarinett og saxófónn
Aðrir tónleikar á sama kvöldi:
NOR feat. Jorge Rossy (DK/IS/ES)