Ingibjörg Turchi

Um viðburðinn

Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar þvert á stíla og stefnur. Þar að auki kemur Ingibjörg reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim rafmagnsbassans, sem er hennar aðalhljóðfæri. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem bassinn var í aðalhlutverki. Á sumarmánuðum kemur út hennar fyrsta sólóplata í fullri lengd, Meliae , þar sem Ingibjörg heldur áfram að víkka út hljóðheim verkefnisins með hjálp hljómsveitar sinnar. Á plötunni ægir saman djassi, naumhyggju og tilraunatónlist í ómþýðri blöndu. Endurtekningar eru í fyrirrúmi. Saxófónn, gítar og bassi eru afbyggð með hjálp raftækja og síðan byggð upp aftur. Þannig skapa Ingibjörg og félagar einstakan og dáleiðandi hljóðheim þar sem hið kunnuglega verður framandi á ný.

FLYTJENDUR:

Ingibjörg Elsa Turchi: rafbassi
Tumi Árnason: tenórsaxófónn
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Hróðmar Sigurðsson: gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson: píanó og rhodes

Umsagnir:

„Tónlistin sjálf er algerlega æðisleg . . . mínimalískur bassaleikur sem myndar taktviss stef og lykkjur. Hljóðið er unnið og nótum og skölum vafið haganlega saman . . . virkilega áhlýðilegt verk“
Arnar Eggert Thoroddssen, í dómi sínum um “Wood/work”

“Ingibjörg Turchi’s virtuosic ensemble played a set of warm, charming instrumental music that hovered between jazz, post-rock, formal composition and improvisation. It was free-flowing and hypnotic, from Ingibjörg’s finger-picked bass melodies, to Magnús Trygvason Eliassen´s startling and creative approach to percussion… to Tumi Árnason’s sparing and sometimes soaring saxophone passages.”
John Rogers, The Reykjavík Grapevine

“I did manage to move my way up to the front finally to watch Ingibjörg Turchi and her band create luscious, hypnotizing soundscapes defying the boundaries of genre and raising the bar on musicianship.”
Rex Beckett, The Reykjavik Grapevine

 

 

 

Sjá alla viðburði