Gulli Briem – Groove Gang (IS/US)
Um viðburðinn
„Gulli Briem – Groove Gang“
Norðurljós, Harpa
Miðvikudagurinn 28. ágúst
21:00
Gulli Briem hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi ssl áratugi. Bæði sem trommuleikari Mezzoforte sem og með eigin sólóverkefni og hljóðritanir með öðrum listamönnum. Hann hefur fengið til liðs einvala lið hljóðfæraleikara sem mun leika af fingrum fram efni sem Gulli hefur valið eða samið, bæði heimstónlistarskotið sem og jazz og funk. Gulli hefur leikið á ferlinum með mörgum þekktum listamönnum og hljóðritað með þeim. Steve Hackett úr Genesis, Robben Ford, Djabe frá Ungverjalandi, Tómasi R. Einarssyni, Gunnari Þórðarsyni og fleirum.
Gulli Briem – Trommur & Hang drum
Magnús Jóhann Ragnarsson – Hljómborð
Phil Doyle – Sax & EWI
Róbert Þórhallsson – Bassi