ES Sextett & Marína Ósk (IS)

Um viðburðinn

ES Sextett & Marína Ósk (IS)
Harpa, Norðurljós
Miðvikudagurinn 28. ágúst
22:00

Djasssextett feðganna Stefáns Ómars Jakobssonar og Eiríks Rafns Stefánssonar kemur nú fram á Djasshátíð með söngkonunni Marínu Ósk. ES Sextett kemur úr hljómsveitinni Stebbi Ó. Sextett sem var stofnuð árið 2012 með það fyrir markmiði að leika þekkta sveifluslagara. Fljótlega fór sveitin að standa fyrir tónleikum og dansleikjum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en einnig fengin til að leika á árshátíðum sem og danshátíðinni Arctic Lindy Exchange. Eftir smá hlé tók sveitin aftur saman síðastliðið sumar undir nýju nafni og fékk söngkonuna Marínu Ósk til liðs við sig. Lýsa má hljómi sveitarinnar sem sveifluríkum og þéttum með stálheiðarlegu stórsveitarívafi. Hlýlegur og snerpuríkur söngstíll Marínu Óskar minnir á gamla tíma og smellpassar þannig við stíl sextettsins. Útsetningar sveitarinnar sækja í arf hard-bop sveita sem og stórsveita og má því búast við þrælskemmtilegum, dillandi og vel sveifluðum tónleikum. Leiknar verða þekktar söngperlur frá sveifluárunum ásamt frumflutningi á nýjum útsetningum eftir meðlimi hljómsveitarinnar á efni eftir Marínu

Meðlimir ES sextett eru:
Stefán Ómar Jakobsson á básúnu
Eiríkur Rafn Stefánsson á trompet
Björgvin Ragnar Hjálmarsson á tenórsaxófón
Vignir Þór Stefánsson á píanó
Jón Rafnsson á bassa
Scott McLemore á trommur.

Söngkonan Marína Ósk hefur gefið út tvær sólóplötur og hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin (2023) fyrir tónverk af nýjustu plötu sinni, One Evening in July, en tónlist hennar hefur verið streymt meira en 2 milljón sinnum á streymisveitum. Hún vinnur um þessar mundir að næstu plötu sinni, ásamt því að koma fram á viðburðum og tónleikum og kenna söng við LHÍ.