Bisgaard/Jónsson Quartet (IS/DK)

Um viðburðinn
Bisgaard/Jónsson Quartet (IS/DK)
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvölpassi*
Bisgaard/Jónsson Quartet – Tónlistarbrú milli Íslands og Danmerkur
Kvartettinn er spennandi samstarfsverkefni saxófónleikarans Ólafs Jónssonar og danska trommuleikarns Ulrik Bisgaard, sem hafa á undanförnum árum átt í farsælu samstarfi og komið fram á fjölda tónleika bæði á Íslandi og í Danmörku. Á tónleikunum koma einnig fram píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og verður flutt efnisskrá sem brúar danskar og íslenskar tónlistarhefðir með bæði frumsömdum verkum og útsetningum á alþýðu- og þjóðlögum.
Í undirbúningi samstarfsins var leitað innblásturs í Højskolensangbogens melodibog, rótgróna og virta söngbók sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í dönsku menningarlífi og vel þekkt víðar og verður m.a. flutt lagið Drømte Mig En Drøm i Nat, sem er talin vera elsta varðveitta danska tónsmíðin. Hér koma saman danskar og íslenskar tónlistarhefðir útfærðar á listrænan hátt sem um leið spegla einstakan samruna þessara tveggja tónlistarheima.
Ólafur Jónsson, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Ulrik Bisgaard, trommur
*Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.