Bisgaard/Jónsson Quartet (IS/DK)

Um viðburðinn
Bisgaard/Jónsson Quartet (IS/DK)
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvölpassi*
Saxófónleikarinn Ólafur Jónsson og danski trommuleikarinn Ulrik Bisgaard hafa starfað töluvert saman á undanförnum árum og leikið á fjölmörgum tónleikum í Danmörku bæði í Kaupmannahöfn og Aarhus. Ulrik er fjölhæfur trommuleikari með melódíska nálgun á trommusettið, mjúkan blæ og harða sveiflu. Á árinu er áætlað að Ulrik Bisgaard komi til landsins, þar sem við, ásamt píanóleikaranum Eyþóri Gunnarssyni og bassaleikaranum Þorgrími Jónssyni, munum æfa og taka upp hljómplötu sem sameinar danskar og íslenskar tónlistarhefðir á listrænan hátt. Við höfum kafað í áhrifaríka tónlist úr hinni þekktu bók „Højskolensangbogens melodibog“ til að finna innblástur og lög og mun platan samanstanda af bæði frumsömdum verkum og gömlum alþýðulögum og þjóðlögum. Efnisskráin var áður flutt að hluta á tónleikum í Hafnarborg, þar sem meðal annars var flutt lagið „Drømte Mig En Drøm i Nat,” sem er talin vera elsta varðveitta danska tónsmíðin. Tónleikarnir fengu frábærar viðtökur og spegluðu einstaka samruna þessara tveggja tónlistarheima.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*