Jazzhátíð auglýsir eftir íslenskum umsóknum

Jazzhátíð 2015 er í smíðum og mun hún fara fram 12.-16. ágúst. Í dagbókin með það strax! Dagskrá tilkynnt með vorinu.

The 2015 Reykjavik jazzfestival is in the making and will take place 12th – 16th of august.

Jazzhátíð Reykjavíkur auglýsir nú eftir umsóknum og tillögum fyrir innlend atriði og innlend atriði með erlendum gestum á Jazzhátíð Reykjavíkur 2015. Umsóknir sendist rafrænt á reykjavikjazz@reykjavikjazz.is fyrir miðnætti 3. apríl merktar “íslenskt”

Umsókn þarf að innihalda að minnsta kosti;
— stutta lýsingu á verkefninu,
— nöfn og hlutverk þátttakenda,
— slóð á hljóðdæmi t.a.m YouTube, soundcloud, bandcamp eða sambærilegt,
— áætlaðan kostnað við að fá erlenda gesti þar sem það á við og hvort umsækjandi geti fjármagnað verkefnið að einhverju leyti. Mörg lönd styrkja ferðakostnað sinna listamanna.

Upplýsingar um ferðastyrki:
Listamenn búsettir á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum geta t.d. sótt um ferðastyrk frá Kulturkontakt Nord. Sjá nánar: http://www.kulturkontaktnord.org/…/fereastyrkj…/fereastyrkir
Opið er fyrir umsóknir Kulturkontakt Nord til 13. apríl 2015.