Múlinn í Norræna húsinu á Jazzhátíð

Múlinn verður aðsetur margra skemmtilegra tónleika á Jazzhátíð 2012. Eins og vera ber verða þar áberandi verkefni sem eru byggð á norrænu samstarfi. Þar á meðal eru Horse Orchestra sem Ingimar Andersen leikur með og gerir út frá Danmörku og hljómsveitin Defekt sem Sigurður Rögnvaldsson leikur með og gerir út frá Helsinki. Píanistinn Magnús Jóhannessen kemur ásamt Mikael Blak frá Færeyjum og þeir leika ásamt Snorra Sigurðarsyni trompetleikara. Auk þess heldur Scott McLemore útgáfutónleika sína og K tríóið býður norska tríóinu Splashgirl upp í dans. Ekki má heldur gleyma íslenskum ungliðaböndum sem munu skína skært í hinum fallagu húsakynnum sem Alvar Aalto teiknaði inn í Vatnsmýrina. Þar fyrir utan verður boðið uppá brasilíska tóna Ife Tolention í Gróðurhúsinu á vegum veitingastaðarins Dill.

Hægt er að kaupa á kr 8000 einn miða sem gildir á alla tónleika í Norræna húsinu og á Kex auk tveggja árdegistónleika í Hörpu. Alls níu tónleikar.

Múlinn Jazz-club hosts a series of exciting concerts in cooperation with the Reykjavik Jazz Festival and the Nordic House, in a beautiful hall that architect Alvar Aalto included in his design of the building. Of course we focus on Nordic cooperations with The Horse Orchestra and Defekt, bands that have Icelandic players among their musicians. Local favorite K Trio and Norwegian trio Splashgirl and up and coming local talent as well as veterans at play, such as drummer Scott McLemore who presents new material and new cd. Faroese pianist Magnus Johannessen with his compatriot bassist Michael Blak team up with local trumpeter Snorri Sigurðarson. Also brazilian music with Ife Tolentino in the Greenhouse.

Ticket will be available for kr 8000, good for all events at the Nordic House as well as two concerts at the Gym and Tonic hall at Kex Hostel and two morning sessions at Harpa.

Innifalið/Included

Nordic House:

Mánudagur /Monday 20.08 kl 19.30 – Dagskrárkynning. Hljómsveit Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur. Horse Orchestra. Ókeypis aðgangur.

Þriðjudagur /Tuesday 21.08 kl 19.30 – Horse Orchestra. Ingimar Andersen og sex spinnegalar. Kr 2000

Mánudagur/Monday 27.08 kl 19.30 – Tríó Magnúsar Johannessens. Kr 2000

Þriðjudagur/Tuesday 28.08 kl 19.30 – Kvintett Scott McLemore. Útgáfutónleikar. Kr 2000

Miðvikudagur /Wednesday 29.08 kl 19.30 – Defekt. Kr 2000

Föstudagur/Friday 31.08 kl. 19.30 – K Tríó ásamt Toms Rudzinskis. Splashgirl frá Noregi. Kr 2000

 

Gym og tonik at Kex Hostel:

Laugardagur/Saturday 18.08 – Menningarnótt /Culture Night – Kl 18. Upphitun fyrir skrúðgöngu frá Kex í Hörpu. Ókeypis aðgangur/Free

Föstudagur/Friday  24.08 kl 21.30 – Brink Man Ship. Kr 2000

Fimmtudagur/Thursday 31.08 kl 21.30 – Andres Thor Nordic Quartet. Kr 2000

 

Harpa, árdegistónleikar/morning sessions:

Laugardagur/Saturday  25. ágúst kl 11.30 – Agnar Már Magnússon piano solo. Kr 2000

Laugardagur/Saturday 1.september kl11.30 – Hot Eskimos trio. Kr 2000

Ife Tolentino – Gróðurhúss-bossa

Brasilíska söngvaskáldið Ife Tolentino hefur síðastliðin tíu ár heimsótt Ísland reglulega og hefur hljóðritað með innlendum listamönnum tvo geisladiska sem bíða útgáfu. “Það er hið mikla rými og friður sem landið býr yfir sem fær mig til að koma aftur og aftur” segir Ife og bætir við:”Það sem íslensku tónlistarmennirnir hafa til málanna að leggja er eitthvað alveg einstakt, sem ómögulegt er að bera saman við það sem landar mínir leggja til tónlistar okkar. Ekki endilega betra eða verra…aðeins alveg einstakt. Ég hef fundið alveg sérstakan hljóm með Óskari og Ómari Guðjónssonum, Eyþóri Gunnarssyni og Matthíasi Hemstock og vona að ég eigi eftir að spila inná margar plötur með þeim í framtíðinni”.

Ife og félagar koma fram í ýmsum myndum í Gróðurhúsi Norræna Hússins frá 21. ágúst – 28. ágúst. Tónleikar hefjast kl 22.

“The feeling of space and peace this country brings to me and the wonderful friends , musicians , their unique way of making music , their musical understanding of what  I’m talking about although I sing in Brazilian Portuguese etc , makes me come back every year since 2002 . It gave me the desire of recording  two albums with only Icelandic musicians (still to be released) .They really bring something special like no other musicians including Brazilians . Neither better , nor worse … just very unique .I have found a very special sound/feeling with O’skar and O’mar Gudjonsson , Eythor Gunnarsson and Matthias Hemstock and I hope we will play loads of concerts and record many many albums in the future “.Ife Tolentino .

Ife will perform with various friends at the Nordic House Greenhouse from August 21st – August 28th. Concerts at 22.

Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag / Reykjavik Jazz Festival starts today

Jazzhátíð hefst með skrúðgöngu

Við hefjum Jazzhátíð Reykjavíkur með skrúðgöngu
Safnast verður saman við Kex Hostel kl 18 á menningnarnótt og rennt í nokkur lög sem falla vel að meðalgönguhraða.
Meðal þeirra eru “Ó borg mín borg”, “Einu sinni á ágústkvöldi”, “Jazz Jazz Jazz og aftur jazz” (við lagið Lax lax lax), “When the Saint’s go marching in” og einhverjar fleiri perlur. Allir velkomnir sem hljóðfæri geta valdið og einnig þeir sem ekki spila.

Opnunarhátíð í Norðurljósum Hörpu kl 20

Tenórarnir þrír (úr röðum saxófónleikara) spila Hamraborgina.
Jazzhátíðarstjórinn segir örfá orð.
Jiim Black, Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson.
Einar Örn Benediktsson setur 23. Jazzhátíð Reykjavíku.
Deborah Davis og hljómsveit.

Reykjavik Jazz Festival opens with a parade

We start of this years Reykjavik Jazz Festival with a parade.
Gather at Kex hostel today at 18.00  and run through a few melodies for the parade to Harpa starting at 19. Everyone is welcome, with or without an instrument.

Opening Ceremony at Harpa/Norðurljós at 20

The Three Tenors (of the saxophone family) play Hamraborgin an Icelandic aria by Sigvaldi Kaldalóns
Words from the Reykjavik Jazz Festival Director.
JIm Black, Skúli Sverrisson and Hilmar Jensson.
EInar Örn Benediktsson opens the 23rd Reykjavik Jazz Festival.
Deborah Davis Quartet.