Ljóð Snorra Hjartar – 10.ágúst

Ný sönglög við ljóð Snorra Hjartar

Kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson hefur síðastliðin ár fengist við að skrifa sönglög og fær hann nú til liðs við sig þau Ragnheiði Gröndal og Kristofer Rodriguez Svönuson til að túlka spriklandi fersk sönglög, að þessu sinni eftir bæði Ragnheiði og Leif.

Verkefnið er óbeint afsprengi yfirlitssýningar um verk Snorra sem Ljóðvegir stóðu fyrir í samvinnu við Borgarbókasafn árið 2016. Óumdeilt er að meðal ljóða Snorra Hjartarsonar eru dýrmætustu perlur íslenskrar tungu og verkefnið liður í varðveislu og miðlun á þeim.

Ragnheiður Gröndal (voc, pno)
Leifur Gunnarsson (double bass)
Kristofer Rodriguez Svönuson (drums)

Leifur Gunnarsson and Ragnheiður Gröndal present sparkling new vocal music composed to poems by the great Snorri Hjartar. This project is a indirect sidekick of an retrospective exhibit held by the public library in Reykjavik 2016.