Scott McLemore

Scott McLemore, trommuleikari útskrifaðist með B.M. Í jazzfræðum frá William Paterson College árið 1987. Hann var virkur á jazzsenunni í New York næstu ár og hefur leikið út um víðan heim. Hann fluttist búferlum til Íslands 2005 og hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hann gaf út diskinn Remote Location með eigin tónsmíðum 2012 og hlaut tilnefningar til íslensku tónlistar-verðlaunanna í þremur flokkum. Scott gaf út nýjan hljómdisk 5. sept 2018 The Multiverse, þar sem hann fékk til liðs Hilmar Jensson á gítar, Pierre Perchaud frá Frakklandi á gítar og Mats Eilertsen frá Noregi á bassa. Kvartettinum bauðst að koma fram á JazzAhead í Bremen 2019 og einnig á InJazz í Rotterdam. Scott hlaut tilnefningu til íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins, tónsmíð ársins og sem tónskáld ársins.