Samúel Jón Samúelsson
Samúel Jón Samúelsson hefur verið áberandi í tónlistarlífi landsins undanfarna áratugi. Hann hefur verið meðlimur í mörgum hópum og unnið náið með fjölda tónlistarfólks ýmist sem hljóðfæraleikari, útsetjari eða meðhöfundur. Nokkur dæmi um hljómsveitir og fólk sem hann hefur unnið með eru Jagúar, Tómas R. Einarsson, Hjálmar, Ásgeir, Uniimog, Junius Meyvant, Sigurrós, Stórsveit Reykjavíkur, Páll Óskar, Jimi Tenor, Erlend Oye, Guðrið Hansdóttir, Retro Stefson, Sálin, Stuðmenn og fleiri.
Þá hefur SJS unnið sem tónlistarstjóri við sjónvarpsþáttagerð, leikhús, kvikmyndir, auglýsingar auk þess sem hann hefur séð um þáttagerð á Rás 1 og starfað sem plötusnúður á börum borgarinnar.