Phil Doyle
Phillip J. Doyle er með doktorsgráðu í jazztónlist frá University of Miami (Frost School of Music). Hann hefur kennt við og verið fastráðinn í Eastern Washington University, University of Illinois í Urbana Champaign og University of Miami. Hann kom fyrst til Íslands árið 2013 og hefur verið búsettur hér síðan 2018, fyrst á Akureyri en nú í Reykjavík. Phillip er píanisti, klarinettuleikari, flautuleikari og tónskáld. Hann talar bæði spænsku og pólsku og er að vinna í íslenskunni sem er verðug áskorun. Eftirtektarvert tónlistarfólk sem hann hefur deilt sviðinu með eru Mike Stern, David Liebman, Maria Schneider, James Newton Howard, James Moody, Vince Mendoza, John Fedchock, Gloria Estefan og Dave Douglas. Auk þess hefur hann farið tvisvar á tónleikaferðalag um heiminn með KC and the Sunshine Band og komið frá á Monterey Jazz Festival, Chicago Jazz Festival og nú einnig á Jazzhátíð Reykjavíkur.