Ingi Bjarni Skúlason

Ingi Bjarni lagði stund á jazz-píanó nám í Tónlistarskóla FÍH og útskrifaðist þaðan árið 2011. Því næst lauk hann bachelor prófi við Konunglega Tónlistarháskólanum (Koninklijk Conservatorium) í Den Haag vorið 2016. Vorið 2018 lauk hann sérhæfðu mastersnámi í tónlist sem kallast Nordic Master: The Composing Musician. Námið fór fram í Gautaborg, Kaupmannahöfn og Osló – ein önn á hvorum stað.

Ingi Bjarni hefur þó nokkrum sinnum komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Einnig hefur hann spilað á alþjóðlegum jazzhátíðum líkt og Copenhagen Jazz Festival, Vilnius Jazz Festival í Litháen, Lillehammer Jazz Festival í Noregi og Jazz in Duketown í Hollandi. Þar að auki hefur hann komið fram á ýmsum minni tónleikum á Íslandi, Svíþjóð, Eistlandi, Lettland, Færeyjum, Belgíu og Hollandi. Í stuttu máli mætti segja að Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda fólks á Íslandi og í Evrópu. Ásamt því að vera virkur tónlistarflytjandi hefur Ingi Bjarni fengist við kennslu og undirleik.

 

Umsagnir:

“a suite of genre-bridging music of captivating poetic ambience, rooted in an overall subtlety of melodic figure and rhythmic interaction….A distinctive and rewarding album, which impresses more and more with each hearing.” – Jazz Journal

„This evocative piano solo keeps hinting that it is going to develop into a simple folk-song but the shifts in tonal centre keep moving it away from any obvious resolution.“ – Jazz Views

“Tenging is a highly accomplished work of art that flows with ease and coherence….Ingi Bjarni is deserving of wide recognition for his skills as a composer as well as his perceptive piano playing.” – All About Jazz