Agnar Már Magnússon

Agnar Már Magnússon lauk burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH og Conservatorium van Amsterdam og hélt þaðan til New York í einkanám hjá djasspíanistanum Larry Goldings. Í New York komst Agnar í kynni við fleiri þekkta tónlistarmenn á sviði djassins en þau kynni leiddu m.a. til útgáfu fyrsta geisladisks hans sem ber nafnið 01. Frá því þá hefur Agnar ásamt öðrum tónlistarmönnum gefið af sér fjölda geisladiska til viðbótar. Agnar hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna og tvisvar hlotið þau. Agnar skrifaði heila dagskrá fyrir stórsveit Reykjavíkur 2010 og var hún flutt á tónleikum það ár. Tvö verkanna voru svo tekin upp og gefin út 2011 á disknum HAK. Sá diskur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin sem djass diskur ársins. Agnar hefur starfað með heimsklassa djasstónlistarmönnum. Þar má nefna Bill Stewart, Ben Street, Seamus Blake, Chris Cheek, Ingrid Jensen, Frank Foster, Drew Gress, John Hollenbeck, Ari Hoenig og Perico Sambeat.
Agnar á tónlistarferli sínum unnið til verðlauna svo sem „Outstanding Musicianship Award“ frá Berklee tónlistarháksólanum í Boston og komist í undanúrslit í Alþjóðlegu djasspíanókeppninni Martial Solal í París haustið 2002. Hann hefur útsett lög fyrir geislaplötur og
söngleiki, starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár, leikið á tónleikum hérlendis sem erlendis, verið píanóleikari og annast tónlistarstjórn í leikhúsi. Agnar sá meðal annars um tónlistina í Söngvaseið, Mary Poppins og Billy Elliot fyrir Borgarleikhúsið. Agnar starfar nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt píanóleik og tónsmíðar við djassdeild Tónlistarskóla FÍH og MÍT en þar hefur hann starfað síðan 2001. Agnar var útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar 2010.