This post is also available in: English (English)

Þriðja kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram í Tjarnarbíói. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika og er passi í boði á allt kvöldið. Smelltu hér fyrir miðasölu.

Silva er söngkona sem býr í Reykjavík og hefur komið víða við, skipulagt og haldið tónleika og sungið með mörgum af færustu hljófæraleikurum landsins. Í byrjun árs tók Silva upp plötu með djass standördum. Með henni er einvalalið meðspilara þau Anna Gréta Sigurðardóttir á píanó, Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og Þórður Högnason á kontrabassa. Á plötunni, sem ber titilinn Skylark, eru sjö lög í formi fallegra ljóða og melódía sem öll fjalla um ástina í sínum mörgu myndum. Melódíurnar eru rómantískar, gamaldags og fara með mann á flug til liðinna tíma. Túlkun er persónuleg og viðkvæm og skapar þá stemmingu sem í kringum þessa gömlu djass standarda voru.

Silva Þórðardóttir – Söngur
Þórður Högnason – Kontrabassi
Anna Gréta Sigurðardóttir – Píanó
Magnús Trygvason Eliassen – Trommur