This post is also available in: English (English)

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur undanfarin fjögur ár átt í samstarfi við þrjá af fremstu jazztónlistarmönnum Lúxemborgar. Píanóleikarinn Michel Reis, bassaleikarinn Marc Demuth og trommuleikarinn Jeff Herr eru allir í fremstu röð í sínu heimalandi. Saman hefur kvartettinn spilað talsvert í Evrópu og nýlega sent frá sér diskinn „Here and now“ en hann kom út hjá Double moon útgáfunni í Þýskalandi fyrr á árinu og hefur hlotið fína dóma.