Fréttir

Tjarnarbíó – Phronesis

Þriðja kvöld Jazzhátíðar í ár fer fram í Tjarnarbíói. Þar verður boðið upp á þrenna tónleika og er passi í boði á allt kvöldið. Smelltu hér fyrir miðasölu.

Hið margverðlaunaða ensk-skandinavíska tríó Phronesis hefur verið talsvert í umræðunni síðastliðinn áratug og fengið mikið lof sem er ekki að ástæðulausu. Með sjö hljóðvers- og hljómleikaplötum hefur tríóið byggt upp mjög gott orðspor á heimsvísu fyrir lagrænt flæði í tónsmíðum sínum, kraftmikinn og sterkan hljóm ásamt þéttu samspili sem kristallast í samræmdum spuna sveitarinnar. Nýjasta skífa Phronesis, sú áttunda í röðinni, sem ber titilinn „We Are All“ býður aðdáendum upp á breitt tilfinningalegt svið og tónlistarlegt víðfemi. En eins og efniviður og titill plötunnar gefa til kynna er markmiðið einnig að færa athyglina á mikilvægi samheldni og jafnvægi út á við, langt út fyrir það sem bandið færir áheyrendum af sviðinu. Phronesis tríóið var stofnað árið 2005 og hefur síðan þá unnið hug og hjörtu hlustenda víðs vegar um heiminn með heillandi grúvi, ómótstæðilegri rytmískri orku og hrífandi samspili.

Jasper Høiby (DK) – Kontrabassi
Ivo Neame (UK) – Píano
Anton Eger (SE) – Trommur

“One of the most exciting bands on the planet!” – Jazzwise
“One of European jazz’s most dynamic bands”- The Guardian