Hljóð

Ástvaldur Zenki Traustason frumflytur glænýja tónlist ásamt Birgi Bragasyni kontrabassaleikara og Matthíasi Hemstock trommuleikara.

Inntak tónlistarinnar er hið sama og á fyrri geisladiski Ástvaldar, Hymnasýn, sem kom út árið 2011. Sem Zen-prestur hefur Ástvaldur Zenki orðið fyrir miklum áhrifum frá Zen-listum þar sem bent er á innsta eðli hlutanna, á sem einfaldastan hátt. Tónlistin er einlæg í einfaldleika sínum og býður hlustandanum að líta inn á við og sameinast andránni. Tónsmíðarnar eiga sér sterkar rætur í djasshefðinni og eru um leið skapandi og óþvingaðar; seiðandi lýrik og flæðandi rytmi.

Í kjölfar Jazzhátíðar verður tónlistin hljóðrituð og gefin út á geisladiski.

 

 A brand new program of originals by Ástvaldur Zenki Traustason with bassist Birgir Bragason and drummer Matthías Hemstock.

At the core of the music is the sincerity practiced by Ástvaldur as a Zen priest. This is a continuation of his album Hymnasýn from 2011. With strong roots in jazz this music has a lyrical haunting flow.

The music will be recorded for release in the fall.