Kvartett Ólafs Jónssonar, útgáfutónleikar á Jazzhátíð.
Á tónleikum kvartetts Ólafs Jónssonar á Jazzhátíð 10. ágúst n.k. verður útgáfu á fyrsta geisladiski í hans nafni fagnað og ber hann titilinn “Tími til kominn”. Um er að ræða geisladisk með alls níu verkum sem Ólafur hefur samið á undanförnum tuttugu árum þar sem blandað er saman ólíkum tónlistarstefnum á frumlegan máta. Ný íslensk jazztónlist sem bæði er frjáls en þó hefðbundin.
Þess má geta að Ólafur fagnar fimmtugsafmæli sínu á árinu og er útgáfa geisladisksins liður í að fagna þeim áfanga.
Ólafur Jónsson tenor sax / tenor sax
Eyþór Gunnarsson píanó / piano
Þorgrímur Jónsson kontrabassi / double bass
Scott McLemore trommur / drums
Tenor saxophonist Ólafur Jónsson celebrates the release of his debut album “Tími til kominn” which translate to “about time”. The CD holds 9 compositions which blend together different styles in an original approach. New Icelandic jazz that is free and with firm roots in the tradition.
The quartet performs Thursday August 10th at 22:20. Tickets here!