Samúel J. Samúlesson Big Band – 11.ágúst

Samúel J. Samúlesson Big Band Slær botninn úr föstudagskvöldi Jazzhátíðar í ár með dansvænni frumsaminni stórsveitatónlist sem fær þig til að juða stólnum í sundur. SJSBB er 18 manna stórsveit sem leikur frumlega frumsamda tónlist sem hefur vakið athygli víða um heim.

Hljómsveitin hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007), Helvítis Fokking Funk (2010), 4 Hliðar (2013) og hefur leikið á tónleikastöðum og hátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, Mojo Club, Moods, Borgy & Bess í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Sviss, Ungverjalandi og Tékklandi auk fjölda tónleika á Íslandi.

Hljómsveitastjórinn Samúel J. Samúelsson er tónskáld og útsetjari með meiru, en auk þessa tónleikum á hátíðinni í ár mun hann einnig leiða skrúðgöngu hátíðarinnar sem fer fram á upphafsdegi hátíðarinnar miðvikudaginn 9.ágúst kl 17:00.

Tónleikar Samúel J. Samúelsson Big Band fara fram föstudaginn 11.ágúst kl 22:20. Kaupið miða með því að smella hér!

This 18 piece orchestra puts the groove on at the final concert on Friday evening August 11 at 22:20. With 4 releases under their belt this group’s original music will shake your booty. They have received kudos internationally at festivals such as Berlin Jazzfest, London Jazzfest, Moers, Jazz Baltica and more. The band is full of color and spunk inspired by its leader Samúel J. Samúelsson who will also lead the Jazz Parade this year which takes place on the opening day Wednesday August 9th at 17:00

Tickets here

https://www.facebook.com/samueljonsamuelssonbigband/