Bjössi Thor & Mikael Berglund: Svif 35 árum seinna
Björn Thoroddsen bíður gestum Jazzhátíðar upp á ferðalag í tímavél tónlistarinnar. Ferðinni er heitið aftur til ársins 1982 en það ágæta ár markar upphaf útgáfuferils Björns og samstarfsins við Mikael Berglund.
Mikael Berglund er einn af bestu bassaleikurum Svíþjóðar, en hann lék á fyrstu plötu Björns sem heitir Svif. Platan hefur verið ófáanleg um tíma en verður endurútgefin í tilefni komu Mikaels til Íslands í ágúst. Þeir munu flytja lög af plötunni á upphafsdegi hátíðarinnar, miðvikudaginn 9.ágúst og hefjast tónleikarnir kl 21:20.
Björn Thoroddsen hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda diska undir eigin nafni auk fjölda samstarfsverkefna. Björn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, s.s. Jazztónlistamaður ársins 2003 á Íslensku Tónlistarverðlaununum, Bæjarlistamaður Garðabæjar 2002 og Jazztónskáld ársins 2005 á ÍTV.
Björn Thoroddsen (IS) – gítar / guitar
Mikael Berglund (SE) – rafbassi / el. Bass
Tómas Jónsson (IS) – píanó / piano
Sigfús Óttarsson (IS) – trommur /drums
Með stuðningi Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins / supported by The Swedish-Icelandic Cooperative fund
Nældu þér í miða á dag 1 með því að smella hér / Tickets here
Guitarist Björn Thoroddsen celebrates the re-release of his debut album “Svif” which features Swedish bass legend Mikael Berglund. Berglund will join Björn on stage for this Jazz funk feast on august 9 at 21:20
For several years, Björn Thoroddsen has been one of Iceland’s leading jazz guitarists. He is the recipient of several Icelandic music awards, including “Jazz Performer of the Year” in 2003, and has released a number of critically acclaimed albums. Björn has toured extensively in both Europe and the US and performed with other guitar virtuosos such as Robben Ford and Tommy Emmanuel to name a few.