Chris Speed er “góðkunningi” Jazzhátíðar Reykajvíkur. Við heyrðum síðast í honum á Jazzhátíð fyrir tveimur árum með hljómsveit Jim Black – Alas no Axis, en þeir Jim hafa verið nánir íslensku tónlistarlífi í 20 ár. Í þetta skiptið mun Chris koma fram með tríó sínu með bassaleikaranum Chris Tordini og íslenska trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Efnisskráin mun spanna frumsamda tónlist og ekki kæmi á óvart ef inn á milli læddust einhverjar af minna þekktum tónsmíðum meistara jazzsögunnar, en Chris Speed á það til að læða músík eftir aðra inn í dagskrár sínar. Chris Speed mun einnig koma fram með hljómsveitinni Pachora á háíðinni.
Chris Speed has been a close friend of the Icelandic music scene for over twenty years. We heard him with Jim Black’s Alas no Axis at the festival two years ago but this time he will present his trio with bassist Chris Tordini and local drummer Matthias Hemstock. The program includes Speed originals and it is very likely that he will include a number or two from the vast collection of compositions by those he holds in the highest esteem. You can also hear Chris Speed in a highly anticipated and rare performance with Pachora at this years festival.