Kvintett Maríu Magnúsdóttur á jazzhátíð.
Efnisvalið verður sett saman af jazz ballöðum og standördum ásamt eigin efni. Lögin eiga það flest sameiginlegt að fjalla um ástir og ástarsorg, vitstola konur og ástsjúkar. Lög gerð fræg og sungin aftur og aftur af söngkonum á borð við Nina Simone, Billie Holiday, Sarah Vaughan, Bessie Smith, Dinah Washington og fleirum. María mun gera efninu skil á eigin hátt ásamt hljómsveit sinni og bæta eigin tónsmíðum í hópinn.
María Magnúsdóttir er ung jazzsöngkona. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2008. Hún gaf út fyrstu sólóplötu sína með eigin lagasmíðum, Not your housewife árið 2009. María stundar nú nám í jazz söng og tónsmíðum við Konunglega Listaháskólann í Haag, Hollandi.
Ari Bragi Kárason trompet,Kjartan Valdemarsson píanó, Birgir Bragason kontrabassi,Einar Valur Scheving trommur
Café Róseberg – August 22nd – 21.00