Danska söngkonan Helle Hansen er margverðlaunaður listamaður í sínu heimalandi og var tam valinn jazztónlistarhöfundur ársins 2011 hjá dönsku tónlistarverðlaununum. Hún stiklar hiklaust á milli stíltegunda og býr til tónlist fyrir allskonar hljómsveitir. Helle mun einnig koma fram á Melodiku festivalinu í Reykjavík sem hefst að aflokinni Jazzhátíð.
Kjartan Valdemarsson pno, Þorgrímur Jónsson bass, Benedikt Brynleifsson drs.
Danish singer Helle Hansen was awarded the Danish Jazz prize for composition in 2011 and she continues to cross between many different genres in all possible capacities. She will also take part in the Melodika singer songwriter festival in Reykjavik, which follows the Jazz Festival directly.
– Seint fyrnast fornar ástir – Kvintett Maríu Magnúsdóttur á jazzhátíð.
Efnisvalið verður sett saman af jazz ballöðum og standördum ásamt eigin efni. Lögin eiga það flest sameiginlegt að fjalla um ástir og ástarsorg, vitstola konur og ástsjúkar. Lög gerð fræg og sungin aftur og aftur af söngkonum á borð við Nina Simone, Billie Holiday, Sarah Vaughan, Bessie Smith, Dinah Washington og fleirum. María mun gera efninu skil á eigin hátt ásamt hljómsveit sinni og bæta eigin tónsmíðum í hópinn.
– María Magnúsdóttir er ung jazzsöngkona. Hún útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 2008. Hún gaf út fyrstu sólóplötu sína með eigin lagasmíðum, Not your housewife árið 2009. María stundar nú nám í jazz söng og tónsmíðum við Konunglega Listaháskólann í Haag, Hollandi.
Kvintettinn skipa:
María Magnúsdóttir söngur
Ari Bragi Kárason trompet
Kjartan Valdemarsson píanó
Birgir Bragason kontrabassi
Einar Valur Scheving trommur
María Magnúsdóttir vakti mikla athygli fyrir plötu sína “Not your housewife” sem kom út 2009 og hefur að geyma skemmtilega blöndu ryþmablús- popp- og funk-tónlistar í hiklausum og svitablautum, en jafnframt kynþokkafullum og glaðlegum búningi
Maria Magnusdottir’s debut album Not Your Housewife was released in September 2009 to rave reviews. Its title represents the music which can relate to pop, R&B and funk. Music full of attitude, independence, sex, sweat and humor.
Café Rósenberg – Thursday August 22nd – 21.00