Sjötti dagur Jazzhátíðar Reykjavíkur (þriðjudagur 20.ágúst) var ekki síður vel heppnaður en þeir fimm sem á undan fóru. Dagskrá dagsins skiptist á milli margreyndra þátttakenda í Jazzhátíð og þeirra sem yngri eru. Úr yngri og upprennandi flokknum er hljómsveitin Kliður sem hóf daginn á JazzHorninu með kliðmjúkri frumsaminni tónlist. Tómas R Einarsson frumflutti síðan nokkra nýja latin-ópusa með sextetti sínum í Fríkirkjunni en Sigurður Flosason og Andrés Þór Gunnlaugsson tóku á móti Rolv Olov Eide og Per Mathiesen frá Noregi og sameinuðust í eigin tónlist á Café Rósenberg. Seinni tónleikar í Fríkirkjunni voru svo í höndum Skarkala, píanótríós Inga Bjarna Skúlasonar, sem valið hefur verið til að halda uppi merkjum Íslands í keppni jazztónlistarmanna af Norðurlöndum í Þrándheimi í september.
Í dag er sjöundi og næst síðasti dagur Jazzhátíðar Reykjavíkur og hann lítur svona út:
Miðvikudagur/Wednesday August 21
19.00 JazzCorner – Gaukshreiðrið
20.00 Hannesarholt – Kjartan Valdemarsson Solo
20.00 Hallgrímskirkja – Heyr, Himnasmiður
21.00 Café Rósenberg – Asa Trio
21.30 Gym&Tonik/Kex – Jean Louis – Úsland
The sixth day of the 2013 Reykjavik Jazz Festival proved to be ever as musically stimulating as any day of the festival. We presented a combination of veterans and newcomers and started with the murmur of Klidur at the JazzCorner, followed by new latin music by bassist Tómas R Einarsson and his sextet at Fríkirkjan. At Cafe Rósenberg saxophonist Sigurdur Flosason and guitarsit Andres Thor welcomed norwegians Rolv Olov Eide and Per Mathiesen for a night of originals. We closed with “Skarkali” a piano trio led by Ingi Bjarni Skulason, this years Icelandic contenders for the Young Nordic Jazz Comets in Trondheim in september.
Today is the seventh and penultimate day of the 2013 Reykjavik Jazz Festival, and it looks like this:
Miðvikudagur/Wednesday August 21
19.00 JazzCorner – Gaukshreiðrið
20.00 Hannesarholt – Kjartan Valdemarsson Solo
20.00 Hallgrímskirkja – Heyr, Himnasmiður
21.00 Café Rósenberg – Asa Trio
21.30 Gym&Tonik/Kex – Jean Louis – Úsland