Dagur 2

Föstudagurinn 16. ágúst  
Spuni og heimstónlist á Jazzhátíð Reykjavíkur

Úsland – Spunasessjón á JazzHorninu kl 19

Albert Finnbogason leiðir glæstan hóp spunafólks í sérstakri Jazzhátíðarútgáfu Úslands.

Mats Gustafsson í Fríkirkjunni kl 20

Hann á glæstan feril einsamall sem og í samfloti með öðrum, þám Peter Brötzman, Sonic Youth, Merzbow, Jim O’Rourke, Barry Guy, Otomo Yoshihide, Yoshimi, Ken Vandermark og í hljómsveitunum The Thing, Sonore, FIRE!, Gush, Boots Brown, Swedish Jazz Army, og Nash Kontroll. Stærri hljómsveitir eru ma Nýhljómsveit Barry Guy, Chicago Tentett Peters Brötzman, og NU Ensemble. 1800 tónleikar og 200 hljómplötuverkefni í Evrópu, Ástralíu, Afríku, Norður og Suður- Ameríku auk Asíu.

Mats hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2011


Sunna Gunnlaugs og Maarten Ornstein í Hannesarholti kl 21

Maarteen starfrækir annars hljómsveitina Dash sem sækir í rætur eþnískrar tónlistar frá ýmsum svæðum auk hins hefðbundna og óhefðbundna í jazztónlistinni. Það verður áhugavert að sjá hvernig tenórsaxófónn Maartens blandast hinni lýrísku Sunnu Gunnlaugs sem leikur á annálaðan gæðaflygil Hannesaholts.


Resamba á JazzHorninu kl 21.30
Resamba hefur síðastliðin tvö ár leikið eigin útsetningar á brasilískum gullmolum – hrynhressar sömbur og bossanovasöngva um kramin, en þó spriklandi hjörtu. Söngkonan er Laura Polence frá Lettlandi en hinn brasilíski Breno Viricimo leikur á nælonstrengjagítar og fjöbreytt slagverk frá heimalandi sínu. Þau fá jafnan innfætt tónlistarfólk til liðs við sig þar sem þau spila og hér á landi munu þau Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari og Andri Ólafsson bassaleikari spila og syngja með.
Þau spila á JazzHorni hátíðarinnar (safnaðarheimili Fríkirkjunnar Laufásvegi 13) kl 21.30
Gadjos á Gym&Tonik  kl 22.00

Gadjos býr yfir blandar blygðunarlaust saman klúbbamúsík samtímans við ólíklegustu stílbrigði jazzins og þjóðlega tónlist Albaníu, Kosovo, Serbíu, Makedóníu og Búlgaríu. Gadjos er straumlínulöguð útfærsla á lúðrasveit balkanlandanna. Saxófónn, trompet, túba og tveir slagverksmenn. Sumir myndu segja að þetta væri alveg nægilega mikill hljómur. Ef einhverjum finnst þessi lúðrasveit lítil þá má benda á að í staðinn búa þeir yfir ótrúlega miklum sveigjanleika í hreyfingu, en þeir eru ákaflega líflegir á sviði.

Gadjos hafa spilað óslitið síðan þeir urðu til á götuhorni í Berlín 2011 og tónlistarstíllinn TALLAFUNK varð til.