All We Are Saying – Bill Frisell spilar Lennon á Jazzhátíð
01.09.2012
Það væri alltof löng lesning að telja upp öll verðlaunin sem gítarleikarinn Bill Frisell hefur hlotið á löngum gæfuríkum ferli.
Hann hefur nánast verið áskrifandi að titlinum gítarleikari ársins sl 20 ár hvort sem er hjá hinu virta tónlistartímariti Down Beat eða hjá alþjóðlegum samtökum jazztónlistarblaðamanna. Plötur hans hafa verið valdar plötur ársins austan hafs og vestan og tónlist hans verið lofuð fyrir að bera með sér fjölbreytta strauma enda maðurinn marineraður í músík öll sín uppvaxtarár og gildir þá einu hvort um var að ræða rokkmúsík sjöunda áratugarins, heimstónlist, kántri, blúgrass, klassík eða jazz. Öllum þessum áhrifum hefur Bill Frisell fundið stað í sinni eigin tónlist og þessi ríki reynsluheimur kemur einnig að góðum notum þegar hann bregður fyrir sig tónlist annarra.
Hann hefur verið kallaður Clark Kent tónlistarinnar enda maður ekki einhamur.
Helstu vatnaskil á ferli Frisells voru þegar vopnabróðir hans Pat Metheny kynnti hann fyrir trommaranum Paul Motian sem opnaði huga þessa merkilega músíkants enn frekar og leiddi hann inná þær merkilegu brautir sem hann hefur starfað á síðan. Frisell hljóðritaði sínu fyrstu sólóplötu fyrir ECM 1981. Stíll hans ber fagurt vitni virðingu has fyrir þeim sem á undan komu svo sem Wes Montgomery og Jim Hall. Frisell hefur þó með undraverðum árangri jafnframt tekist að fara með jazzgítareleikinn inn á nýjar og spennandi brautir.
Það er líkt með samstarfsmenn Frisells og verðlaunin sem hann hefur hlotið. Þeir eru fleiri en rúmast í stuttum pistli. Meðspilarar hans í Íslandsheimsókninni deila með honum víðsýni í tónlist og forvitni um hvaðeina sem að henni snýr. Kenny Wollensen á trommur, Greg Leisz á gítar og pedal stell ásamt Tony Scherr á bassa. Meðal reglulegra samstarfsmanna Frisells eru einnig saxófónleikararnir Joe Lovano og John Zorn, fiðluleikararnir Eyvind Kang og Jenny Scheinman, trommararnir Joey Baron og Rudy Royston að ógleymdri Claudiu Engelhart sem sér um hljóðvinnslu á tónleikum Frisells, en hér eru aðeins nefndir nokkrir þeirra sem leika með honum að staðaldri í verkefnum sem standa yfir þessi misserin.
Af öðru samverkafólki í tónlist má nefna Gavin Bryars, Don Byron, Ron Carter, Loudon Wainwright III, Elvis Costello, Suzanne Vega, Jerry Douglas, Marianne Faithful, Robin Holcomb, Wayne Horvitz, Paul Motian, Rinde Eckert, Caetano Veloso, Rickie Lee Jones, David Sylvian, Bono, Ron Sexsmith, Vic Chesnutt, Van Dyke Parks, Dave Holland, Elvin Jones, Laurie Anderson, Paul Simon, Vinicius Cantuaria, John Scofield, Jack DeJohnette, Lee Konitz, Hal Willner, Ginger Baker, Charlie Haden, Marc Ribot, T Bone Burnett, Kenny Wheeler, Jan Garbarek og Gary Burton.
Það er ótrúlegur hvalreki að fá Bill Frisell til Íslands og heyra hann takast á við tónlist sem svo mörg okkar hafa verið með í eyrunum í áratugi. Tónlist eftir John Lennon. Óhætt er að fullyrða að engum er betur treystandi en Bill Frisell til að finna leiðir til draga fram nýjar hliðar á þeim lagalista.
“Yndislegur óður til samspilsins. Lennon hefði verið þetta mjög að skapi.” The Independent/Nick Coleman
“All We Are Saying… er kannski það sem Bill Frisell kemst næst því að gera rokkplötu. Áratuga reynsla í heimi spuna og tilrauna með laglínur og hljóma gerir þessa útfærslu á lögum John Lennon einstaka. Enginn annar en Bill Frisell hefði getað gert þetta.” All About Jazz/ John Kelman.
It is with great pleasure that we announce the addition of Bill Frisell to the festival line-up. He will present the music of John Lennon in Reykjavik on September 1st.
“…this is a glorious hymn to the art of playing together, of which Lennon would surely approve.”
– The Independent / by Nick Coleman
“All We Are Saying… may be Frisell’s closest thing to a rock record but, informed by years of improvisational experimentation‹melodically, harmonically and texturally‹it’s an album that simply couldn’t have been made by anyone else.”
– All About Jazz / by John Kelman
ALL WE ARE SAYING – BILL FRISELL / guitars, GREG LEISZ/pedal steel guitar, mandolin, TONY SCHERR/bass, KENNY WOLLESEN/drums