Það er með mikilli ánægju sem það tilkynnist að komist hefur verið að samkomulagi við umboðsaðila fjúsjóngoðsagnarinnar Jack Magnet um að koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Jakob Frímann Magnússon hljómborðsbrautryðjandi og aðalasprauta Jack Magnet kvintettsins hefur undanfarið unnið að nýrri tónlist sem við fáum að heyra á tónleikum í Hörpu 25.ágúst nk. í bland við eldra efni. Ekki er loku fyrir það skotið að tvær systur horfi saman í roðann af þessu tilefni, en það er orðið alltof langt síðan að unnendum hinnar hljóðfæramiðuðu hrynrænu tónlistar gafst færi á að heyra fylgjast með Jakobi í Drangeyjarsundi djassins og bregðast við bítlegum boðaföllum nokkurra þungavigtarspilara úr íslensku tónlistarlífi.
Á sama stað, fyrr um kvöldið, gefst kostur á að hlýða á bandaríska jazzgítarleikarann Paul Brown sem gefið hefur út fjölda sólóplatna á undanförnum árum auk þess að annast útsetningar og upptökustjórn fyrir marga af fremstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna s.s. George Benson, Al Jarreau, Patti Austin, Luther Vandross o.fl. o.fl.
Samstarf Paul Brown og Jakobs má rekja aftur til fyrstu heimsókna þess síðarnefnda til Los Angeles þar sem Brown var fyrstur þarlendra tónlistarmanna til að taka þessum íslenska frumherja opnum örmum í starfi og leik.
Meðreiðarsveinar í þessari yfirreið verða Einar Scheving, Jóel Pálsson, Guðmundur Pétursson og Róbert Þórhallsson sem munu – af hispursleysi þeirra sem hvorki eru ungir né gamlir- ögra sýslumanni svuntuþeysanna til fordæmislausra sjúkheita.
Og eins og það sé ekki nóg þá ætla þeir Paul Brown og Friðrik Karlsson gítarleikarar að fara um gígjur sínar, knúðir vesturstrandarlegum bríma í sérlega afmörkuðum gítarfuna sem valdir meðreiðarsveinar munu ljá hreinan og spilliefnalausan bruna.
Tónleikarnir verða í Silfurbergi Hörpu laugardaginn 25. ágúst kl 20.
Keyboard player and composer Jakob Frímann Magnússon was without doubt very influential with his venture into the music fusion that took place in Los Angeles in the late 70′ and early 80′s. With heavy hitters like Tom Scott, Vinnie Coliauta, Stanley Clarke and Freddie Hubbard at his side he made an impact on his compatriots, listening from afar, that seeped into the Icelandic music scene and inspired a new generation of jazz players. Jakob has played a major role on the local scene for many years now, leading Stuðmenn – a group that has defined Icelandic post-modern pop culture for decades with a special twist on the Icelandic language as one of their trademarks. Recently Jakob has taken time to compose and rekindle his affair with instrumental music and for this occasion he presents his Jack Magnet Quintet which also features Einar Scheving on drums, Robert Thorhallsson on bass, Joel Palsson on tenor sax and Guðmundur Pétursson on guitar.
Magnusson also introduces us to a special friend and colleague from LA, guitarist and producer Paul Brown who will play a set with Mezzoforte’s original guitarist Friðrik Karlsson, presenting a unique guitar encounter to be remembered.
Concert at Harpa Saturday August 25th at 20.