Ari Bragi Kárason er einn okkar allra bestu trompetleikara og hefur undanfarið alið manninn í New York og freistað þess að víkka hugann og hæfileikana enn frekar. Þar starfar hann með hljómsveit sem heitir Melismetiq og hefur á að skipa nokkrum frambærilegustu listamönnum sem sjúga í sig tónlistaráhrifin í þessari höfðuborg jazzins. Þeir koma við eftir tónleikaferð í Evrópu og spila fyrir gesti Jazzhátíðar Reykjavíkur í Kaldalónssal Hörpu 23. ágúst.
Ari Bragi Kárason -Trumpet
Shai Maestro – Keyboards
Sam Minaie- Bass
Arthur Hnatek – Drums, Electronics
In a league of exceptional young Icelandic trumpet players, Ari Bragi Kárason is a force to be reckoned with. For the last months he has furthered his studies and hooked up with the band Melismetiq to embellish further the improvisatory elements found in the capitol of world jazz. They are fresh from engangements in Europe and will play for the guests of the Reykjavik Jazz Festival in Kaldalón, Harpa Concert Hall on August 23rd.