Hot Eskimo morning

Hot Eskimos taka íslensk rokk- og dægurlög frá hippatímanum til dagsins í dag, og máta við jazzformið. Þeir gáfu út Songs From the Top of the World í desember 2011. Kristinn Snær Agnarson er einn uppteknasti stúdíótrommari landsins, Jón Rafnsson leikur Íslands- og sumarjazz allan ársins hring víða um lönd og Karl Olgeirsson semur lög og stjórnar plötuupptökum þegar hann mætir í vinnuna. 

Hot Eskimos play Icelandic evergreens from the hippie 70′s through todays pop in the context of jazz. Songs From the Top of the World was released in december 2011. Kristinn Snær Agnarsson is one of the most recorded session drummer in the country, Jón Rafnsson plays Icelandic traditionals all over the world and Karl Olgeirsson occasionally shows up for work as songwriter and producer.

,,Jazz djöfullinn grenjar á alt saman”

Þriðjudagskvöldið 28. ágúst kl 20.30 spilar hljómsveit Tómasar R. Einarssonar ásamt söngvurum í Iðnó. Þar verður flutt tónlist Tómasar tengd Halldóri Laxness; lög úr heimildarmyndinni Svarti listinn og Laxness sem sýnd var í apríl á RUV og nokkur sönglög, þar á meðal S.S. Montclare og Hjarta mitt. Hljómsveitina skipa auk kontrabassaleikarans Tómasar þeir Davíð Þór Jónsson á píanó og básúnu, Ómar Guðjónsson á gítar og túbu og Matthías MD Hemstock á trommur. Söngvarar eru þær Ragnhildur Gísladóttir og Ragnheiður Gröndal.

Í bæklingi geisladisks Tómasar, Laxness, sem kom út s.l. vor, skrifaði Halldór Guðmundsson rithöfundur um Halldór Laxness og djassinn. Þar stendur m.a.:

   Við vitum að tónlistin var æðst listgreina að dómi Halldórs og að hann hafði dálæti á Bach, og höldum kannski að hann hafi ekki hlustað á annað en klassíska tónlist. En þá gleymum við því að á millistríðsárunum er Halldór ungur maður sem vill gleypa við allri nútímamenningu og kynna sér nýjustu listastefnur, eins og víða má sjá í skrifum hans. Til dæmis lýsir hann í blaðagrein sem hann sendir heim frá Taormína á Sikiley árið 1925 hvernig öllu ægi saman þar á skemmtistöðum, jafnt kínverskum pótintátum, hálfblönkum listamönnum, máluðum auðmæringafrúm og hómósexúalískum dansmeisturum, og bætir við: „en meðan allt þetta gerist er stiginn foxtrott og tangó, sungið og híað og hlegið, eða talað hljóðskraf og þuklað og strokið, en jazz djöfullinn grenjar á alt saman með viðlíka krafti og uppskipunarvél í Leith…“. Fjórum árum síðar er hann staddur í Los Angeles og skrifar þá hjá sér í minniskompu: „En ef satt skal segja, þá voru negrarnir, saungmenning þeirra og dans, það merkilegasta og athyglisverðasta sem fyrir mig bar í Ameríku.” 

 

“I would take a jazz band over angels’ harps.”

-The Great Weaver from Kashmir

The Tómas R. Einarsson compositions on this record, Laxness, all share a connection to the works of Halldór Laxness. The bulk of the songs come from Tómas’ soundtrack to Halldór Thorgeirsson’s documentary on his namesake, but there are also older pieces, composed to Laxness’ poetry from the 20’s and 30’s. We know that Laxness considered music the highest form of art, and that he took a special delight in Bach, and so we might think that he never listened to anything but classical music. In that case, however, we forget that during the interwar period Laxness is a young man, determined to soak up modern culture in its entirety, as is evident by many of his writings. In a newspaper article sent home from Taormina in Sicily in 1925, for instance, he describes the melting pot he witnesses in the town’s nightclubs, where Chinese potentates, half-destitute artists, wealthy painted Mesdames and homosexual dance teachers go shoulder to shoulder, and he adds: “Meanwhile, the foxtrot and tango are danced, there is singing and joking and laughing, or whispering, touching or stroking, and the jazz devil bellows over it all, loud as a cargo crane in Leith…” Four years later, while compiling material for The Book of the People in Los Angeles, he puts down in his notebook: “Truth be told, nothing in America seemed to me more significant and remarkable than the Negroes, their culture of song and dance.” Five years later, he writes from Copenhagen to Ingibjörg Einarsdóttir, his first wife: “In the evenings, I sometimes go to the movies. Last night, I went again to see Three Little Pigs and hear “Stormy Weather.” Like many jazzmen, Laxness found that song irresistible. And so, it is fitting that Tómas’ music on this record pays homage to the interwar years, for this was at once Laxness’ most impassioned creative period, and his most dissonant. These were the years during which his harp had more strings than ever, all of which he knew how to play, like the maiden Fruit-blood from The Atom Station, who sat down at her piano and “began to play one of those heart-rendingly lovely soulful mazurkas by Chopin. But only the beginning; when least expected she dashed headlong into some demented jazz.”

Halldór Guðmundsson

Halldór Guðmundsson (1956-) is the author of Halldór Laxness – A Biography, for which he received the 2004 Icelandic Literary Prize (Non-Fiction). The book has been translated into Norwegian, Danish, Swedish, German and Englishþ

Jim Black’s Alas No Axis

Jim Black er Íslendingum af góðu kunnur enda verið reglulegur gestur á tónleikasviðum hér í rúmlega tuttugu ár. Gagnrýnendur um allan heim eru sammála aðdáendum Jims um að hann sé óviðjafnanlega uppátækjasamur og hreint ótrúlega vel að sér í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þó að eitt aðalsmerki hans í tónlistarflutningi sé hæfileikinn að koma á óvart þá er það löngu hætt að koma okkur sem hlustum á óvart hvernig honum tekst ávallt að leiða okkur inn á nýjar brautir. Svo vitnað sé í hinn góðkunna tónlistarblaðamann John Fordham hjá Guardian þá kemst maður nokkuð nærri tónlist Alas No Axis með því að ímynda sér Jan Garbarek, Cool jazz sjötta áratugarins, hollensku avant-garde senuna, Bill Frisell, skólahljómsveit og Black Sabbath. Ef það er ekki jazz þá…

Tónleikar í Iðnó 29. ágúst kl 20.30

Chris Speed – Tenor saxophone

Hilmar Jensson – Guitar

Jim Black – Drums

Skúli Sverrisson – Bassi

Jim Black is no stranger to the Icelandic music scene. He has been a regular for over twenty years. His fans in Iceland agree with critics from all over the world that he is incredibly inventive and that his musical expression comes from a deep understanding of his art. This reflects in an uncanny ability to adapt to any musical situation and surprise an audience to no end.

In the words of John Fordham of The Guardian UK: “Consider a collision of Jan Garbarek, 1950s cool jazz, the Dutch avant-garde, Bill Frisell, a high-school rock band and Black Sabbath, and you might be somewhere near Alas No Axis.”

If that isn’t jazz……

Concert at Iðno August 29th at 20.30

Eðalvagninn og frelsið. Limousine et la liberté.

Franska hljómsveitin Limousine dvelur íhugul og dreymin á landamærum Popplands og Jazzlands. Þó að bylgjurnar í hári þeirra hafi orðið til þess að tímaritið CrissCross valdi þá best greiddu tónlistarmenn Frakklands þá eru það aðallega hljóðbylgjurnar sem þeir senda frá sér sem hafa vakið athygli á Limousine sem tónleikahljómsveit. Fyrsta plata þeirra kom út 2005 og þá þegar hófust þeir félagar handa við að hylla þögnina með tónlist sinni og togast á við líðandi stund. Einstakur tónn þeirra hefur líka leitt þá á vit kvikmyndanna og tónlist þeirra hefur heyrst í margverðlaunuðum kvikmyndum Bruno Dumont og stuttmyndum frá Broadcast Club.

Tónleikar Limousine verða 27. ágúst og eru haldnir með ómetanlegri aðstoð sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance Francaise.

Laurent Bardainne – Keyboards, saxophone.

Maxime Delpierre – Guitar

David Aknin – Drums

Frédéric Soulard – Keyboards

The music of Limousine is ethnic to the borders of Jazz-land and Pop-land. Although the members of the band have been voted as sporting the most amazing hair-waves of all french musicians it is the sound-waves they make that have won them critical acclaim since their debut album in 2005. The stretching of time and a homage to silence are but two elements of the contemplative and haunting sound of Limousine. Their sound has also brought them into collaboration with award winning film makers like Bruno Dumont.

Limousine will perform in Reykjavik on August 27th and their concert is made possible with the kind support of the French Embassy in Reykjavik and Alliance Francaise.

Einnig:

Við sama tækifæri mun Haukur Gröndal frumflytja nokkur verk ásamt Guðmundi Péturssyni, Matthíasi Hemstock og Pétri Grétarssyni. Fersk músík fyrir frelsaða sveit. Verk Hauks eru ljóðræn og spennandi með ríkri tilfinningu fyrir tíma og rúmi.

Support by:

Saxophoinst Haukur Gröndal presents a set of new music written for this liberating ensemble: Guðmundur Pétursson guitar, Matthías Hemstock drums, Pétur Grétarsson perc/electronics.