Listasafn Íslands – Gunnlaugs/Ornstein/Overwater
Á upphafsdegi Jazzhátíðar í ár verður boðið upp á röð örtónleika í Listasafni Íslands. Hverjir tónleikar eru 30 mínútur að lengd og fara þeir fram í tveimur sölum hússins. Smelltu hér fyrir miðasölu.
Píanistinn Sunna Gunnlaugs og bassaklarinettuleikarinn Maarten Ornstein frá Amsterdam léku fyrst saman á Jazzhátíð Reykavíkur 2013. Þau hafa auk þess komið fram í Hollandi, Belgíu og Ungverjalandi. og árið 2016 gáfu þau út duo-diskinn Unspoken. Þau léku á alþjóðlegu jazzhátíðinni í Rotterdam 2017 og fengu bassaleikaranum Tony Overwater til liðs við sig.
London Jazz News sagði tónleika þeirra hafa einkennst af ferskleika, sannfæringu og ljóðrænum tignarleika sem og nánum tengslum við áheyrendur.
Efnisskrá þeirra ber vitni um ástríðu fyrir jazzi sem er opinn, gegnsær og nákvæmur.