Fréttir
Kex hostel – Jamsession
Kex hostel býður upp á vikulega jazztónleika árið um kring. Í ár sameina Kex og Jazzhátíð Reykjavíkur krafta sína og bjóða þeim sem ekki geta beðið eftir stóra deginum að taka forskot á sæluna á jamsession. Spilaglaðir jazzarar eru hvattir til að koma með hljóðfærin og/eða raddböndin.
Sigurður Flosason saxófónleikari verður veislustjóri og mun ásamt frábærri hljómsveit sinni bjóða jazzleikurum, innlendum sem erlendum, að taka þátt og eru þeir sem koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sérstaklega boðnir velkomnir. Auk Sigurðar skipa hljómsveitina þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.