Mazur’s Shamania á Grand Hótel Reykjavík

Laugardagskvöld hafa iðulega verið stóru kvöldin á Jazzhátíð og verður árið í ár engin undantekning. Kvöldið mun fara fram í Gullteigi á Grand Hótel og önnur af stóru stjörnum kvöldsins er engin önnur en slagverksleikarinn Marilyn Mazur. Hún kemur til landsins með bandið Shamania sem er tíu kvenna band skipað þungavigtarhljóðfæraleikurum og dansara frá Skandinavíu.

Bandið byggir á leikrænni nálgun “Primi band” sem Mazur starfrækti á 9. áratugnum en orð eins og ótamið, villimennska, kraftur, margradda, hrynþungi og hreyfing einkenna tónlistina.

Mazur og Shamania er fyrsti listamaðurinn sem kynntur er til leiks á Jazzhátíð 2018 og á næstu dögum verður dagskrá jazzhátíðar kynnt á vef- og facebooksíðu hátíðarinnar.

Jazzhátíð kveður Hörpu

Nú er það orðið ljóst að í ár mun Jazzhátíð snúa aftur í miðbæinn en tónleikastaðir hátíðarinnar  verða Iðnó, Tjarnabíó, Hannesarholt og Grand Hótel. Stjórn hátíðarinnar þakkar Hörpu fyrir samstarfið síðastliðin ár en það er mikil eftirvænting fyrir nýju skipulagi hátíðarinnar og er það von stjórnar að smærri staðir muni endurvekja klúbbastemmningu fyrri tíðar.

Hátíðin í ár fer fram dagana 5.-9.september og er nú unnið að því hörðum höndum að því að loka dagskránni.

Hinsegin Höfundar – Stórtónleikar 13.ágúst

Cole Porter er einn höfunda á efnisskránni

Hinsegin höfundar – stórtónleikar

Lokatónleikar Jazzhátíðar eru sannkallaðir stórtónleikar er fjórir söngvarar og rytmasveit beina kastljósinu að vel völdum hinsegin höfundum jazzins. Kristjana Stefánsdóttir, Þór Breiðfjörð, Stína Ágústsdóttir og Högni Egilsson munu ljá perlum Cole Porters, Billy Strayhorns, Bessie Smith og fleiri raust sína og bera fram af einskærri snilld.

Hrynsveitin er ekki af verri endanum en það eru þeir Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem sér um hljómsveitarstjórn og píanóleik, Andri Ólafsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu Sunnudaginn 13. ágúst kl 15:00.

Nælið ykku í miða á þessa “fabulous” skemmtun hér!

The final concert of the Jazz festival is a celebration of queer composers. Four fabulous vocalists and a rhythm section will pour their hearts and souls into well selected gems of Cole Porter’s, Billy Strayhorn’s, Bessie Smith’s and others.

This concert takes place in Norðurljós, Harpa Sunday August 13 at 3pm.

Grab your tickets here!

Ljóð Snorra Hjartar – 10.ágúst

Ný sönglög við ljóð Snorra Hjartar

Kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson hefur síðastliðin ár fengist við að skrifa sönglög og fær hann nú til liðs við sig þau Ragnheiði Gröndal og Kristofer Rodriguez Svönuson til að túlka spriklandi fersk sönglög, að þessu sinni eftir bæði Ragnheiði og Leif.

Verkefnið er óbeint afsprengi yfirlitssýningar um verk Snorra sem Ljóðvegir stóðu fyrir í samvinnu við Borgarbókasafn árið 2016. Óumdeilt er að meðal ljóða Snorra Hjartarsonar eru dýrmætustu perlur íslenskrar tungu og verkefnið liður í varðveislu og miðlun á þeim.

Ragnheiður Gröndal (voc, pno)
Leifur Gunnarsson (double bass)
Kristofer Rodriguez Svönuson (drums)

Leifur Gunnarsson and Ragnheiður Gröndal present sparkling new vocal music composed to poems by the great Snorri Hjartar. This project is a indirect sidekick of an retrospective exhibit held by the public library in Reykjavik 2016.

Classic stage – Free admission

Tuborg Classic býður upp á tónlistarveislu á Hörpuhorni. Þar munum við setja upp svokallað Classic svið. Dagskráin er glæsileg og aðgangur ókeypis. / Tuborg Classic offers a musical feast in the “Harpa-corner” on 2nd floor of Harpa. There we will set up the Classic-stage with wonderful program free of charge.

 

Miðvikudagur 9.ágúst / Wednesday August 9th.

17:30 Setning Jazzhátíðar, frábær tónlist og ótrúlega stuttar og skemmtilega ræðu / Opening Ceremony, really short and interesting speeches and live music.

22:15 Jamsession, leiðari Andrés Þór, sérstakur gestur er Tineke Postma og hljómsveit / Jam session opened by Tineke Postma and continued into the wee hours by Andrés Thor.

 

Fimmtudagur 10.ágúst / Thursday August 10th

17:00 Happy hour, Kvartett Sigurdísar Söndru Tryggvadóttur leikur hennar eigin tónsmíðar og útsetningar. Ný sönglög verða meðal annars á efnisskránni. Sigurdís Sandra Tryggvadóttir (piano), Rakel Sigurðardóttir (vocal), Sigmar Þór Matthíasson (double bass), Skúli Gíslason (drums) / Happy Hour, pianist Sigurdis Sandra Tryggavdóttir performs original compositions and arrangements with her kvartett some of which feature vocalist Rakel Sigurðardóttir.

23:15 Jamsession, leiðari er gítaleikarinn Ásgeir Ásgeirsson / Jam session lead by guitarist Ásgeir Ásgeirsson.

 

Föstudagur 11.ágúst / Friday August 11

17:00 Happy hour, Dansk-íslenski Kvartettinn Berg leikur norrænan jazz, frjálsan og flæðandi. /Happy Hour, Icelandic-Danish quartett Berg performs their own nordic jazz, free and flowing. 

Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson (sax) Mathias Ditlev Eriksen (pno), Benjamin Møller Kirketerp (bass) Chris Falkenberg Rasmussen (drms) 

23:15 Jamsession, Kristján Tryggvi Martinsson opnar gleðina / Jamsession lead by Kristján Tryggvi Martinsson

Laugardagur 12.ágúst / Saturday August 12th

11:00 Masterklass, notkun þjóðlagaarfs í jazzmúsík með áherslu á Kosovo og Túnis. / Presentation, Taulant Mehmeti (guitar), and Ayman Boujlida (drums) talk about using elements from their homelands Tunis and Kosovo in jazz. Host Sigmar Þór Matthíasson (bass)

15:00 Gaukur Hraundal og hljómsveitin Reykjavík Swing Syndcate ruglast í rýminu (fjölsylduvænt, í boði Flórídana, enginn bjór 😉 ) / Gaukur Hraundal and Reykjavík Swing Syndcate mix things up and entertain the youngest (kid friendly, sponsored by  Flórídana juice)

Gaukur Hraundal (sax), Gunnar Hilmarsson (gtr), Jóhann Guðmundsson (gtr), Leifur Gunnarsson (doublebass)

16:00 Marína og Mikael, jazz standardar í akústískum og skemmtilegum útsetningum Mikaels, með íslenskum, persónulegum og oft hnyttnum textum eftir Marínu. / Marína og Mikael, jazz standards with Icelandic lyrics by Marina, arranged by Mikael. 

17:00 Fred Hersch, spjall við listamanninn. (viðburður í samvinnu við Hinsegin daga) / Fred Hersch, Artist Talk. (in cooperation with Gay Pride)

23:15 Jamsession, Sigmar Þór Matthíasson opnar gleðina. / Jamsession, lead by Sigmar Þór Matthíasson.

 

Marína & Mikael – 12.ágúst

Marína & Mikael er íslenskur jazz dúett sem stofnaður 2014. Að honum standa söngkonan Marína Ósk Þórólfsdóttir, nýútskrifuð frá Conservatoríunni í Amsterdam og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson sem heldur nú inn á sitt lokaár í sama skóla.

Frá fyrstu æfingu var ljóst að ekki væri aftur snúið. Kristaltær rödd Marínu smellpassaði við litadýrðina í spilamennsku Mikaels og hefur þétt, músíkalskt samspil og sameiginlegur áhugi á jazz tónlist leitt til fjölda framkoma og tónleika, bæði á Íslandi og í Hollandi. Í haust senda þau svo frá sér sína fyrstu plötu. 

Marína & Mikael mæta nú til leiks á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrsta skipti. Þau hafa sett saman skemmtilegt prógram sem hannað var vorið 2016 og ber heitið “Beint Heim”. Efnisskráin samanstendur jazz standördum í akústískum og skemmtilegum útsetningum Mikaels, með íslenskum, persónulegum og oft hnyttnum textum eftir Marínu. Einnig munu þau telja í nokkur af sínum uppáhalds jazz númerum.

Tónleikar Marínu og Mikaels fara fram laugardaginn 12.ágúst kl 16:00 á Classic sviði í Hörpuhorni.

Marína & Mikael is an Icelandic jazz duet, founded in the Conservatorium van Amsterdam in the fall of 2014. The duet consists of newly graduated jazz vocalist Marína Ósk Þórólfsdóttir and jazz guitarist Mikael Máni Ásmundsson, who will graduate in the spring of 2018. 

Since their first rehearsal, they haven’t been able to stop playing together. The crystal clear voice of Marína harmonized perfectly with the beautiful color palette of Mikael’s playing and their tight, musical sound and joined interest in jazz music has led to numerous concerts and performances, both in Iceland and in the Netherlands. On top of that, their debut album will come out in the fall of 2017. 

Marína & Mikael are playing Reykjavík Jazz Festival for the first time. 

They’ve put together a project, which they developed in the spring of 2016 and is named “Beint Heim” (transl. Straight Home). The program consists of jazz standards, acoustically and freshly arranged by Mikael with personal and often witty Icelandic lyrics written by Marína. Also they’ll perform some of their absolute favorite jazz standards. 

This concert takes place at the Classic stage, Harpa corner 16:00.

Homepage: www.MarinaAndMikael.com

Tineke Postma Four – 9.ágúst

Ein af skærustu stjörnum hollensku jazzsenunnar, saxofónleikarinn Tineke Postma kemur fram ásamt kvartett sínum á opnunarkvöldi Jazzhátíðar miðvikudaginn 9 ágúst kl 20 í Norðurljósasal. Þó hún sé ung að árum er hún margverðlaun og ber þar hæst virtustu jazzverðlaun Hollands The Buma Boy Edgar Award sem hún hlaut 2015. Hún hlaut hollensku tónlistarverðlaunin fyrir hljóðritun sína Dawn of Light sem skartaði bassakonunni Esperanza Spalding og lék einnig á tveimur Grammy verðlaunuðum hljóðritunum: Mosaic Project (2012) með Terri Lyne Carrington og  Beautiful Life (2015) með Dianne Reeves.

 

 

Tineke Postma – alto og sopranó sax / alto and soprano sax

Marc van Roon – píanó / piano

Brice Soniano – kontrabassi / double bass

Tristan Renfrow – trommur / drums

 

Koma Tineke Postma er studd af sendiráði Hollands í Osló.

 

One of The Netherland’s shooting stars, saxophonist Tineke Postma, performs on the opening evening of the Reykjavik Jazz Festival, Wednesday August 9th at 8pm in Norðurljósasal. Ms Postma has won several awards including Netherland’s most prestigious award the Buma Boy Edgar Award which she received in 2015. She has also won the Netherland’s music awards for her recording Dawn of Light which featured bassist Esperanza Spalding and was a part of two Grammy Awarded projects: Mosaic Project (2012) with Terri Lyne Carrington and Beautiful Life (2015) with Dianne Reeves.

This concert is made possible by generous support from the Dutch Embassy in Oslo.

 

Kvartett Ólafs Jónssonar, útgáfutónleikar – 10.ágúst

Kvartett Ólafs Jónssonar, útgáfutónleikar á Jazzhátíð.

Á tónleikum kvartetts Ólafs Jónssonar á Jazzhátíð 10. ágúst n.k. verður útgáfu á fyrsta geisladiski í hans nafni fagnað og ber hann titilinn “Tími til kominn”.  Um er að ræða geisladisk með alls níu verkum sem Ólafur hefur samið á undanförnum tuttugu árum þar sem blandað er saman ólíkum tónlistarstefnum á frumlegan máta. Ný íslensk jazztónlist sem bæði er frjáls en þó hefðbundin.

Þess má geta að Ólafur fagnar fimmtugsafmæli sínu á árinu og er útgáfa geisladisksins liður í að fagna þeim áfanga.

Ólafur Jónsson tenor sax / tenor sax
Eyþór Gunnarsson píanó / piano
Þorgrímur Jónsson kontrabassi / double bass
Scott McLemore trommur / drums

Tenor saxophonist Ólafur Jónsson celebrates the release of his debut album “Tími til kominn” which translate to “about time”. The CD holds 9 compositions which blend together different styles in an original approach. New Icelandic jazz that is free and with firm roots in the tradition.

The quartet performs Thursday August 10th at 22:20. Tickets here!

 

Samúel J. Samúlesson Big Band – 11.ágúst

Samúel J. Samúlesson Big Band Slær botninn úr föstudagskvöldi Jazzhátíðar í ár með dansvænni frumsaminni stórsveitatónlist sem fær þig til að juða stólnum í sundur. SJSBB er 18 manna stórsveit sem leikur frumlega frumsamda tónlist sem hefur vakið athygli víða um heim.

Hljómsveitin hefur gefið út 4 hljómplötur: Legoland (2000), Fnykur (2007), Helvítis Fokking Funk (2010), 4 Hliðar (2013) og hefur leikið á tónleikastöðum og hátíðum á borð við Berlin Jazzfest, London Jazzfestival, Moers fest, Nattjazz, Jazzbaltica, Mojo Club, Moods, Borgy & Bess í Austurríki, Þýskalandi, Noregi, Sviss, Ungverjalandi og Tékklandi auk fjölda tónleika á Íslandi.

Hljómsveitastjórinn Samúel J. Samúelsson er tónskáld og útsetjari með meiru, en auk þessa tónleikum á hátíðinni í ár mun hann einnig leiða skrúðgöngu hátíðarinnar sem fer fram á upphafsdegi hátíðarinnar miðvikudaginn 9.ágúst kl 17:00.

Tónleikar Samúel J. Samúelsson Big Band fara fram föstudaginn 11.ágúst kl 22:20. Kaupið miða með því að smella hér!

This 18 piece orchestra puts the groove on at the final concert on Friday evening August 11 at 22:20. With 4 releases under their belt this group’s original music will shake your booty. They have received kudos internationally at festivals such as Berlin Jazzfest, London Jazzfest, Moers, Jazz Baltica and more. The band is full of color and spunk inspired by its leader Samúel J. Samúelsson who will also lead the Jazz Parade this year which takes place on the opening day Wednesday August 9th at 17:00

Tickets here

https://www.facebook.com/samueljonsamuelssonbigband/

 

 

Fred Hersch Trio – 12.ágúst

Ein af stórstjörnum jazzsenunnar, píanistinn Fred Hersch, kemur fram á Jazzhátíð laugardaginn, 12. ágúst 2017 næstkomandi ásamt tríó sínu skipuðu John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur.

Fred Hersch er fæddur árið 1955. Hann kom fyrst á sjónasviðið í slagtogi við trompetleikarann Art Farmer 1978 og hefur síðan þá leikið með mörgum helstu kyndilberum jazzins  t.d. Joe Henderson, Toots Thielemans, Charlie Haden, Stan Getz, Bill Frisell ofl. Fred Hersch er ötull kennari og stíll hans t.a.m. talinn hafa haft mikil áhrif á vinstri handar nálgun píanistans Brad Mehldau.

Hann var fyrstur píanista til að leika einleik á hinum fræga klúbbi Village Vanguard í New York 7 kvöld í röð. Hersch hefur fengið 10 Grammy tilnefningar og er einn þeirra sem hafa leitt jazzinn áfram á skapandi veg með margbrotnum leik hvort sem er í formi einleiks, tvíleiks eða tríós þar sem ætíð er sóst eftir að koma tónlistinni á næsta plan og hrífa áheyrandann með.

Tónleikar Hersch í Reykjavík eru framkvæmdir í samvinnu við Hinsegin daga. Auk þess að spila tónleika á lokakvöldi Hinsegin daga verður Hersch með spjall um sína reynslu af að vera hinsegin jazztónlistarmaður. Hann er ötull tals- og stuðningsmaður AIDS samtaka vestanhafs.

Tónleikar Hersch eru hluti af Eldborgarkvöldi Jazzhátíðar og fara fram laugardaginn 12.ágúst kl 20:30.

Miðar á kvöldið eru komnir í sölu hér

Nánar um Hinsegin daga hér: Hinsegindagar.is og facebook.com/reykjavikpride

Pianist Fred Hersch is an exploratory artist, eloquent composer, outspoken activist, influential educator and possessor of one of the most personal and expressive pianistic styles in improvised music. At the forefront of the music for more than three decades, he has earned countless awards and accolades including ten Grammy® nominations, numerous acknowledgments from the jazz world’s most prestigious institutions and publications, and such recent distinctions as being named a 2016 Doris Duke Artist and the Jazz Journalists Association’s 2016 Jazz Pianist of the Year.

Fred Hersch performs with his trio on the final evening of the Reykjavik Jazz Festival, Saturday August 12th at 8:30pm in Eldborg.

This concert is made possible by generous support of the US Embassy in Iceland and is held in collaboration with gaypride in Reykjavik se more here: Hinsegindagar.is/en