REQUIEM í Hallgrímskirkju

Verðlaunaverkið Requiem eftir Jakob Buchanan verður flutt á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 og er þetta einn stærsti viðburður í sögu hátíðarinnar. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju þann 19. ágúst næstkomandi.

Þetta tímamótaverk sameinar kórtónlist, nútímajazz, tónlist fyrir stórsveit og klassíska tónlist í flutningi tæplega 40 listamanna frá öllum löndum Skandinavíu. Verkið er margverðlaunað og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áheyrenda. Þessir tónleikar verða einir þeir viðamestu sem nokkurn tíma hafa verið settir upp á Jazzhátíð Reykjavíkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði.

Flytjendur:

Stórsveit Reykjavíkur
Kór (Cantoque Ensemble (IS), Ensemble Edge (DK) og Club for Five (FI))

Einleikarar:
Ragnheiður Gröndal : söngur
Anders Jormin (SE) : bassi
Hilmar Jensson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : slagverk
Jakob Buchanan (DK) : trompet

Stjórnandi: Geir Lysne (NO)

Verkefnið er styrkt af Culture Point.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Smelltu hér fyrir miðasölu.