Miðasalan er hafin!

Sumarið er komið og því ekki seinna vænna en að láta sig hlakka til Jazzhátíðar Reykjavíkur 2021 sem fram fer milli 28. ágúst og 4. september næstkomandi. Boðið verður upp á glæsilega átta daga tónleikadagskrá þar sem jazz, blús, fönk og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Bandaríkjunum, Evrópu og Íslandi kemur fram.

Miðasalan er komin á fullt og þeir sem ekki vilja missa af neinu ættu að hafa hraðar hendur til að tryggja sér Jazzpassann en hann gefur aðgang að allri hátíðinni. Síðast komust færri að en vildu!