Hátíðarhótel – Center Hotels

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Jazzhátíð Reykjavíkur og Center hótel sameinast um að bjóða gestum upp á frábært kombó.

Þegar keyptur er hátíðarpassi eða aðrir miðar á Reykjavík Jazz 2021 þá fylgir afsláttarkóði með miðanum sem hægt er að nýta hjá Center Hotels.

Kóðinn veitir 20% afslátt af næturgistingu á Center Miðgarði og Center Laugavegi á meðan á hátíðinni stendur (28. ágúst – 4. september).