Dagskráin 2020

Dagskráin fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 er í vinnslu þessa dagana og verður kynnt á næstu vikum. Hátíðin í ár verður einstaklega vegleg í tilefni 30 ára stórafmælisins og nú þegar eru samningar við nokkra erlenda listamenn langt komnir. Það er líka gaman að segja frá því að umsóknir frá innlendum aðilum í ár voru fleiri en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 50. Framboð á frábærri jazztónlist, innlendri sem erlendri, verður því ríflegt og ljóst að ótrúlega vegleg jazzveisla er í vændum í lok ágúst og byrjun september. Ekki missa af henni!