Jazzhátíð kveður Hörpu

Nú er það orðið ljóst að í ár mun Jazzhátíð snúa aftur í miðbæinn en tónleikastaðir hátíðarinnar  verða Iðnó, Tjarnabíó, Hannesarholt og Grand Hótel. Stjórn hátíðarinnar þakkar Hörpu fyrir samstarfið síðastliðin ár en það er mikil eftirvænting fyrir nýju skipulagi hátíðarinnar og er það von stjórnar að smærri staðir muni endurvekja klúbbastemmningu fyrri tíðar.

Hátíðin í ár fer fram dagana 5.-9.september og er nú unnið að því hörðum höndum að því að loka dagskránni.