Unnur Birna & Bjössi Thor

Um viðburðinn

Hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor var stofnuð veturinn 2018-2019 og byrjaði á að fara í einstaklega vel heppnaða tónleikaferð um landið. Þau flytja sín uppáhaldslög og ná að sýna allt sem þau kunna á afar smekklegan hátt. Meðleikarar Unnar Birnu og Bjössa eru ekki af verri endanum, framúrskarandi hljóðfæraleikarar, þeir Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti Flosason á bassa. Þeir eru ekki bara þétt rythmapar, heldur einnig einstakir sólistar.

Hljómsveitin nær að flétta allar helstu tónlistarstefnur saman á sérstaklega áhugaverða vegu, hér sjáum við jazz, rokk, popp, blús og dass af klassík mynda hljómþýða heild. Unnur Birna og Bjössi fara með tónleikagesti í skemmtilegt og óvænt ferðalag í gegnum land tónlistarinnar sem svíkur engan.

FLYTJENDUR:

Unnur Birna: söngur og fiðla
Björn Thoroddsen: gítar
Sigurgeir Skafti Flosason: bassi
Skúli Gíslason: trommur

 

Sjá alla viðburði