Una Stef & Stefán S. Stefánsson

Um viðburðinn

Stef og stökur – Una Stef & Stefán S. Stefánsson ásamt hljómsveit

Reykjavík Jazz og Jómfrúin Lækjargötu sameina krafta sína og bjóða upp á opnunartónleika Jazzhátíðar 2021 laugardaginn 28. ágúst kl. 15.

Stefán S. Stefánsson hefur verið mikilvirkur í íslensku djasslífi síðastliðna áratugi og eftir hann liggja fjölmörg verk og textar. Dóttir hans, tónlistarkonan Una Stef, mun flytja valin lög eftir föður sinn sem þau hafa útsett saman. Feðginin hafa fengið með sér nokkra af helstu djass hljóðfæraleikurum landsins til þess að flytja með sér þessa fjölbreyttu efnisskrá.

 

Una Stef : söngur
Stefán S. Stefánsson : saxófónn
Vignir Þór Stefánsson : píanó
Gunnar Hrafnsson : kontrabassi
Einar Scheving : trommur

Sjá alla viðburði