Tumi Torfason

Um viðburðinn
Tónskáldið og trompetleikarinn Tumi Torfason fagnar útgáfu debútplötu sinnar “Torfær tími”, sem tekin var upp síðastliðið sumar, með stærðarinnar tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni eru fjölbreyttar tónsmíðar Tuma sem draga innblástur úr ýmsum áttum, jafnt klassískum impressjón- og minimalisma sem og seinni tíma djasstónlist Ameríku og Norðurlanda. Hann skeytir saman spuna við hið skrifaða, því lífræna við hið mekaníska, nýsköpun við hið tímalausa. Meðleikarar Tuma eru stór hópur vina og kollega úr djass- og spunasenunni sem í gegnum plötuna og tónleikana manna hljóðfæraskipan af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá dúó upp í stórsveit.
.
Tumi stígur nú á stokk í þriðja sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur en hann hefur leitt og tekið þátt í verkefnum hér heima sem og í Stokkhólmi þar sem hann lauk nýverið námi við djassdeild Konunglega tónlistarháskólans KMH.
.
Tumi Torfason : trompet og tónsmíðar
.
Salóme Katrín Magnúsdóttir : söngur
Rebekka Blöndal : söngur
Rakel Sigurðardóttir : söngur
Herdís Ágústa Linnet : söngur
Símon Karl Sigurðarson Melsteð : klarinett
Haukur Gröndal : klarinett
Tumi Árnason : tenór saxófónn
Róbert Aron Björnsson : tenór saxófónn
Björgvin Ragnar Hjálmarsson : tenór sax og bassaklarinett
Snorri Sigurðarson : trompet
Ólafur Ingi Finsen : trompet
Hannes Arason : trompet & flygilhorn
Kári Hrafn Guðmundsson : flygilhorn
Samúel Jón Samúelsson : básúna
Hugrún Elfa Sigurðardóttir : básúna
Ingi Garðar Erlendsson : básúna
Jón Arnar Einarsson : bassabásúna
Kári Þormar : pípuorgel
Bjarni Már Ingólfsson : rafgítar
Mikael Máni Ásmundsson : rafgítar
Birgir Steinn Theódórsson : kontrabassi
Matthías Hemstock : trommur