Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen

Um viðburðinn

Hrifmyndir. Vandmeðfarnar stemmingar. Skinnöldur og hljóðklasar. Látúnsskjálftar og blaðahvæs. Áður óþekktar tegundir. Þær vinda upp á tímann. Reka olnboga í hrynjandina. Takturinn finnur sér aðeins umburðarlausar stellingar. Týnir öllum kjark. Hryllir sig. Verður feiminn. Finnur hvergi upphafspunktinn. Íhaldsseggurinn milli fjórog og ogtveirog. Sveiflast með verkuninni. Drattast á eftir bramboltinu.

Á samstarfsferli sínum hafa tvíeykið Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason ævinlega fetað framandi og framsæknar slóðir. Laglínur hlykkjast innan um rytmískar áferðir, svipmyndir umbreytast jafnharðan og þær formgerast. Árið 2019 kom út hljómplatan „Allt er ómælið“ við einstaklega góðar undirtektir. Tvíeykið mun fylgja plötunni eftir með nýrri breiðskífu haustið 2021.

Tumi Árnason : tenór saxófónn
Magnús Trygvason Eliassen : trommur

 

 

Sjá alla viðburði