Tumi Árnason – Hlýnun

Um viðburðinn

Í upphafi rennur allt saman. Bergmál á hljóðsprettunum byrgir sýn.
Jafnt og þétt minnkar bergmálið þegar við færumst nær síbreytilegum kvikum kjarna.

Tumi Árnason, saxófónleikari og tónskáld, flytur tónverkið Hlýnun þar sem tekist er á við eina helstu tilvistarógn samtímans, hamfarahlýnun, í gegnum frjálsa jazz tónlist, framúrstefnu og tilraunakenndan spuna. Með Tuma í ráðum eru Magnús Jóhann Ragnarsson á hljómborð, Skúli Sverrisson á rafbassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Í Hlýnun stígur hlustandi inn í iðandi vistkerfi. Fjögur hljóðfæri hverfast hvert um annað og skapa lifandi tónheim sín á milli. Lífeind sem vex og dafnar, finnur jafnvægi en verður síðan óstöðug þegar einsleitnin olnbogar sig fram fyrir fjölbreytileikann. Söngvar útdauðra fuglategunda láta á sér kræla, sálumessa lífsins þeysist upp úr orgelinu, kerfis- og vélahugsun mannsins hrellir verkið, æsir upp ákefðarstrauma og ógnar samfellunni. Í látunum týnast meðlimir og heildin hnignar. Að lokum taka við tregafullar heimsendahljóðmyndir, þagnir og suð.

Að lokum leysumst við upp í ryk og draugagang
innan um vélarnið og tóm.

FLYTJENDUR:

Tumi Árnason: saxófónn
Magnús Jóhann Ragnarsson: hljómborð
Skúli Sverrisson: rafbassi
Magnús Trygvason Eliassen: trommur

 

Smelltu hér fyrir heimasíðu Tuma Árnasonar

 

 

Gammar

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði