Tu Ha? Tu Bjö!

Um viðburðinn

Tveir trompetar, tveir saxófónar, tveir Tumar og ef Hannes héti Björgvin eða Björgvin héti Hannes væri þessi nýi kvartett fullkomlega samhverfur en blessunarlega er hann það ekki. Innan um kosmós þarf kaós, í lystigarðinn órækt og á veisluborðið Appelsín í tveggja lítra plastflösku. Þessi ungu tónskáld hófu leika í Mengi við Óðinsgötu í síðastliðnu janúarmyrkri og koma nú fram í annað sinn um síðsumarkvöld á Skuggabaldri við Pósthússtræti og flétta tónsmíðar sínar saman við frjálsan spuna. Kosmós við kaós. Tu Ha? Tu Bjö!

Tumi Torfason : trompet
Hannes Arason : trompet
Tumi Árnason : tenór saxófónn
Björgvin Ragnar Hjálmarsson : tenór saxófónn

Sjá alla viðburði